Airbnb vekur athygli á Kranavatnsherferð Inspired by Iceland

Airbnb tilkynnir í dag að fyrirtækið mun vekja athygli á Kranavatnsherferð Inspired by Iceland gegnum sína miðla á næstunni. Herferðin gengur út á að hvetja ferðamenn til að draga úr plastnotkun og drekka kranavatn á ferð sinni um landið. Airbnb mun einnig miðla upplýsingum um Kranavatn til gestgjafa (e. host) og m.a. bjóða upp á kynningarfundi á Íslandi þar sem margnota flöskum verður dreift til gestgjafa, sem þeir geta síðan leyft gestum sínum að nota á meðan Íslandsdvöl stendur. Fyrsta kynningin fór fram í Reykjavík í gær þar sem yfir 100 gestgjafar komu og fengu þeir allir endurnýtanlegar flöskur að gjöf.

Meet-up between Airbnb hosts and Inspired by Iceland at the Whales of Iceland exhibition in Reykjavik

Í könnun sem framkvæmd var meðal 16.000 manns í Norður-Ameríku og Evrópu sögðust tæplega tveir þriðju nota meira af plastflöskum á ferðalögum heldur en heima hjá sér. Aðspurðir um meginástæður þess nefndu flestir óttann við að ekki væri öruggt að drekka kranavatn erlendis*. Markmið Kranavatns herferðarinnar er að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi.   

Við fögnum þessu framtaki hjá Airbnb og það er mjög mikilvægt að fá Airbnb og gestgjafa með okkur í lið til að færa ferðamönnum á Íslandi þessi skilaboð um hreina vatnið okkar. Við hvetjum alla til að fylgja þessu fordæmi Airbnb og vekja athygli á gæðum íslenska vatnsins og draga úr óþarfa plastnotkun.


Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður Áfangastaðarins hjá Íslandsstofu.

Á síðasta ári komu yfir 800.000 gestir til Íslands á vegum Airbnb. Í könnun sem lögð var fyrir gesti og gestgjafa Airbnb sögðu um 71% að umhverfisvæni þátturinn í því að nýta önnur heimili á ferðalögum, hefði að einhverju leyti vægi í þeirri ákvörðun að velja Airbnb. Þá sögðust 9 af hverjum 10 Airbnb gestgjöfum á Íslandi styðjast við umhverfisvænar aðferðir í hlutverki sínu sem gestgjafar s.s. endurvinnslu á rusli, notkun grænna lausna og miðlun upplýsinga til gesta um almenningssamgöngur**.  

Kranavatns herferðin er kjörið tækifæri til að stuðla að því að ferðamenn sem heimsækja Ísland ferðist á sjálfbæran hátt og við viljum hjálpa. Með því að hvetja gesti Airbnb – sem nú þegar velja Airbnb af umhverfisvænum ástæðum – til að drekka kranavatn, getum við aðstoðað Íslendinga við að draga úr notkun á plasti og um leið boðið gestum okkar upp á sjálfbærar lausnir.


Hadi Moussa, framkvæmdastjóri Airbnb yfir Norður-Evrópu.

Airbnb vann einnig með Inspired by Iceland á síðasta ári með því að kynna Icelandic Pledge herferðina sem hvetur gesti til ábyrgrar ferðahegðunar á Íslandi.


*Byggt á könnun sem var framkvæmd af OnePoll og lögð fyrir 16.000 manns. Framkvæmd í mars 2019.

 **yggt á könnun sem lögð var fyrir gesti og gestgjafa Airbnb um reynslu þeirra af Airbnb árið 2018. Framkvæmd í janúar 2019, 237.000 svör.